133. löggjafarþing — 38. fundur,  30. nóv. 2006.

ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

408. mál
[20:41]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að tortryggni þingmannsins sé ástæðulaus og að sú leið sem valin var muni leiða það í ljós að hægt er að gera hvort tveggja, afla tekna til að standa undir hreinsun eða niðurrifi þegar menn eru búnir að meta það nákvæmlega hvað þarf að gera mikið af slíku, en í stofnskjali þessa félags segir líka og það segir í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, að markmiðið er náttúrlega það að koma þessum eignum sem fyrst í arðbær borgaraleg not þó án þess það valdi röskun á svæðinu. Það held ég að allir geti verið sammála um.