133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

forsendur fyrir stuðningi við innrásina í Írak.

[15:07]
Hlusta

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Ég hjó eftir því að hæstv. forsætisráðherra sagði að hann teldi að þessi ákvörðun hefði verið réttlætanleg, hann sagði ekki að þetta hefði verið rétt ákvörðun en það mátti skilja það þannig að það hefði verið hægt að réttlæta hana.

Ég hlýt því að spyrja hæstv. forsætisráðherra hvort hann sé þá sammála formanni Framsóknarflokksins um að ákvörðunin hafði verið byggð á röngum upplýsingum, forsendurnar hafi verið rangar og ákvarðanaferlinu ábótavant, að þessar ákvarðanir hafi verið rangar eða mistök.

Ég spyr hæstv. forsætisráðherra hvort hann sé þá sammála formanni Framsóknarflokksins hvað þetta varðar.