133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

forsendur fyrir stuðningi við innrásina í Írak.

[15:08]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á. Ég tel að sú ákvörðun sem tekin var á þeim tíma, og við erum að tala um, hafi verið rétt miðað við þær forsendur sem þar lágu fyrir. Þetta hef ég margsagt í þessum ræðustól og það er rangt að halda því fram að Alþingi hafi ekki komið nærri þessu á nokkurn hátt vegna þess að, eins og ég benti á áðan, Alþingi samþykkti 300 millj. kr. fjárveitingu sem var hluti af þessu máli. Hvort síðan hefði mátt hafa meira og betra samráð við utanríkismálanefnd er sjálfsagt rétt að það hefði verið betra og heppilegra að það hefði verið gert en það var sem sagt ekki svo.