133. löggjafarþing — 39. fundur,  4. des. 2006.

stuðningur við innrásina í Írak.

[15:18]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Það sem hefur grundvallargildi í þessu er sú ákvörðun Alþingis, þessarar stofnunar hér, að verja 300 millj. kr. af almannafé, í fyrsta lagi 100 millj. til neyðar- og mannúðaraðstoðar í gegnum Rauða krossinn og fleiri stofnanir og síðan 200 millj. til beinnar uppbyggingar í kjölfar átakanna þarna. 92 millj. runnu í stoðtækjaverkefni í landinu í samstarfi við fyrirtækið Össur og þar höfum við sérþekkingu.

Það er alveg út í hött að gera lítið úr þeirri fjárveitingu eða gera lítið úr því að Íslendingar hafi getað látið gott af sér leiða með þessum hætti í þessu stríðshrjáða landi. (Gripið fram í.)