133. löggjafarþing — 41. fundur,  6. des. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[11:09]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Frú forseti. Með þessari tillögu erum við að leggja til að lífeyrisþegum verði gert kleift að bæta kjör sín með atvinnuþátttöku, ekki aðeins öldruðum heldur öryrkjum líka. Þessi tillaga kemur þeim best sem hafa minnst í hópi öryrkja. Með því að gera öryrkjum kleift að auka tekur sínar með atvinnuþátttöku verða þeir virkir í samfélaginu og það skilar sér í betra heilbrigði hjá þessum hópi. Allar nágrannaþjóðir okkar hvetja lífeyrisþega til að taka þátt í samfélaginu og auka tekjur sínar en í okkar reglum er það ekki hægt nema við breytum þeim. Þessar 25 þús. kr. sem ríkisstjórnin var að flýta til áramóta sem frítekjumarki eru niðurlægjandi. Ríkisstjórnin ætti að skammast sín fyrir að ganga ekki lengra og hún ætti að styðja þessar 70 þús. kr. sem við leggjum til að lífeyrisþegar geti (Forseti hringir.) haft í tekjur til að bæta kjör sín án þess að bætur skerðist. Ég segi já.