133. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2006.

sjófuglarannsóknir og breytingar á náttúrufari.

200. mál
[15:09]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég vil fullyrða að það er mjög hæpið og nánast tóm della að halda því fram að hlýnun jarðar hafi einhver áhrif á stærð sandsílastofns í Breiðafirði. Við vitum að sandsílið lifir miklu sunnar á jarðarkringlunni en við Breiðafjörð, þannig að það er ekki á einhverjum mörkum útbreiðslu hvað varðar hitastig. Það er af og frá. Maður furðar sig í rauninni á þessum svörum.

Sú skýring er miklu nærtækari hve ýsustofninn hefur vaxið gríðarlega en ýsustofninn étur sandsílið rétt eins og sjófuglarnir. Það má því vera að miklu nærtækara sé að leita skýringa í því að það sé einfaldlega aukin samkeppni frá ýsunni við fæðuleit sjófuglanna.

Þetta er mjög nærtæk skýring sem mér finnst að hæstv. umhverfisráðherra ætti að velta fyrir sér. Ýsustofninn núna hefur ekki verið stærri síðan árið 1953 (Forseti hringir.) þannig að ég tel að menn eigi að leita (Forseti hringir.) nærtækari skýringum áður en farið er að velta fyrir sér hlýnun jarðar.