133. löggjafarþing — 44. fundur,  7. des. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:31]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitthvað finnst mér ég kannast við þetta andsvar. Þetta hefur komið fram í umræðunum áður. Ég vil segja við hv. þm. Einar Má Sigurðarson (Gripið fram í.) að það segir heldur ekki í samþykktum flokksþingsins að það eigi ekki að stofna Ríkisútvarpið ohf.

Við skulum líka að vera minnug þess að rekstrarformið kemur til í kjölfar umræðunnar um RÚV. Það er opinbert hlutafélag. Það var ekki til þegar flokksþingið fjallaði um málið. Hins vegar er alveg skýrt að flokksmenn vildu breytt rekstrarform en útilokuðu ekki neitt. Við skynjuðum þá stöðu að það er ekki í umræðunni lengur að selja Ríkisútvarpið. Sú umræða er einangruð við örfáa aðila í þingsal.