133. löggjafarþing — 45. fundur,  8. des. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[13:49]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Afstaða Frjálslynda flokksins til Ríkisútvarpsins hefur ávallt verið skýr. Við viljum að hér á landi sé öflugt almannaútvarp, útvarp í eigu almennings í landinu. Við leggjumst gegn því frumvarpi sem hér liggur fyrir vegna þess að við treystum hreinlega ekki núverandi stjórnarmeirihluta til þess að selja ekki Ríkisútvarpið í framtíðinni.

Við teljum einsýnt að það sem vaki í raun og veru fyrir meiri hlutanum sé einmitt að einkavæða Ríkisútvarpið. Það teljum við að væri mjög mikið óheillaspor.

Við í þingflokki Frjálslynda flokksins munum því greiða atkvæði gegn 1. gr. þessa frumvarps. Við munum síðan sitja hjá við atkvæðagreiðslu um aðra liði þess og áskiljum okkur fullan rétt til að berjast áfram gegn þessu frumvarpi þegar það kemur aftur hér á dagskrá eftir áramót.