133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

loftferðir.

389. mál
[21:18]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Í 4. gr. frumvarpsins er kveðið á um að rekstraraðili flugvallar skuli veit fötluðum eða hreyfihömluðum farþegum aðstoð á flugvelli og er það nánar útskýrt í greininni.

Síðan kemur fram breytingartillaga þar sem sagt er, með leyfi forseta:

„Þrátt fyrir 1. mgr. er flugrekanda, umboðsmanni hans eða ferðaskrifstofu heimilt að synja um farskráningu í flug eða að heimila farþega að fara um borð í loftfar á grundvelli fötlunar eða hreyfihömlunar.“

Mig langar að biðja hv. formann samgöngunefndar um frekari skýringu á þessari undanþágu, þ.e. á því við hvaða aðstæður slíkt gæti átt.