133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[22:32]
Hlusta

Frsm. minni hluta heilbr.- og trn. (Ásta R. Jóhannesdóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður heldur því fram að þjóðin treysti ekki þeim þingmanni sem hér stendur. Ég er nýbúinn að fara í gegnum prófkjör og þeir sem tóku þátt í því treystu mér a.m.k. til að gegna þingstörfum áfram, miðað við fylgi flokksins.

Aftur á móti er ég ekki viss um að jafnmargir treysti þeim þingmanni sem kom hér í andsvör. Í hans kjördæmi er flokkur hans undir pilsnerfylgi, um 3%. Þess vegna leyfi ég mér að efast um að hv. þingmaður hafi efni á svona tali enda er hann flúinn úr salnum og þolir ekki að hlusta á að það er varla nokkur maður í Reykjavíkurkjördæmi sem treystir þeim manni og áreiðanlega ekki eftir annað eins blaður og þvaður eins og kom frá hv. þingmanni bæði í útvarpsþætti í morgun og eins úr ræðustól Alþingis í þessari umræðu áðan. (Gripið fram í.)

Ég held að hv. þingmaður ætti að svara fyrir sig sjálfur en ekki einhverjir gasprarar, kallandi fram í úti í sal.