133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

lífeyrissjóðir.

233. mál
[23:33]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í máli hv. þingmanns er ég með á þessu áliti með fyrirvara. Ég ætlaði að fullvissa mig um að skilningur minn væri réttur að því leyti að heimildarákvæðið eða öllu heldur skylduákvæðið eins og núna er samkvæmt breytingartillögunni sem liggur fyrir um að breyta réttindum ef iðgjöldin rísa ekki undir þeim, að sú breyting taki fyrst og fremst til Lífeyrissjóðs bankamanna, sem ekki nýtur lengur bakábyrgðar bankanna, en ekki til lífeyrissjóða sveitarfélaganna. Ég horfi þar til LSS sérstaklega.