133. löggjafarþing — 46. fundur,  8. des. 2006.

lífeyrissjóðir.

233. mál
[23:34]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er rétt. Það er skilningurinn að þetta eigi eingöngu að ná til Lífeyrissjóðs bankamanna, enda er hann talinn upp í nefndarálitinu. Nú er það svo með opinberu sjóðina að þeir njóta annaðhvort bakábyrgðar beint eða bakábyrgðar á því formi að iðgjald skuli hækkað ef nauðsyn krefur á kostnað þess sem veitir bakábyrgðina, þ.e. launagreiðanda.

Réttindin skulu ætíð standa óbreytt í þeim sjóðum. Ég tel því að það sé ábyrgð viðkomandi atvinnurekanda eða launagreiðanda og falli þar af leiðandi ekki undir þetta ákvæði sem við erum að breyta hér.