133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:19]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Ég styð þessa breytingartillögu um hækkun vasapeninga til hjúkrunarsjúklinga á hjúkrunarheimilum, um 50%. Þessi hópur fékk enga hækkun í sumar þegar aðrir lífeyrisþegar hækkuðu. Ríkisstjórnin ætlar að hækka þennan hóp um 25%. Við leggjum hér til 50% hækkun vegna þess að við vitum alveg að þeir smánarlegu vasapeningar sem lífeyrisþegum eru ætlaðir á stofnunum duga hvergi til, bara fyrir því nauðsynlegasta sem þeir þurfa að greiða fyrir inni á þessum stofnunum. Ég segi já.