133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

330. mál
[10:26]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Nú liggur niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu nokkurn veginn fyrir og við í stjórnarandstöðunni stöndum uppi með það eina ferðina enn að allar tillögur sem við höfum lagt til til lagfæringar eru felldar af ríkisstjórninni. Það er m.a. búið að fella tillögur okkar um hækkun vasapeninga, hækkun frítekjumarks o.s.frv. Stefna ríkisstjórnarinnar í þessum málum er algjörlega ljós, (Gripið fram í.) eftir allar þessar atkvæðagreiðslur í haust (Gripið fram í.) og sömuleiðis er stefna stjórnarandstöðunnar í þessu málum algjörlega ljós. Kjósendur fá tækifæri til að taka afstöðu til þessara mála eins og þau liggja nú fyrir. (Gripið fram í.)