133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

374. mál
[10:48]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs munu ekki greiða atkvæði með þessu lagafrumvarpi en það er til komið til að skjóta lagastoð undir viðskipti ríkisins, Reykjavíkurborgar og Akureyrar með hluti í Landsvirkjun. Áhöld eru um að þau viðskipti hafi verið lögleg. Lífeyrissjóðir koma þar við sögu og er þetta frumvarp með öðrum orðum tilraun til að skjóta lagastoð undir þau umdeildu og hugsanlega ólöglegu viðskipti. Við getum ekki stutt þessar breytingar.