133. löggjafarþing — 47. fundur,  9. des. 2006.

ættleiðingarstyrkir.

429. mál
[11:20]
Hlusta

Guðjón Ólafur Jónsson (F):

Hæstv. forseti. Hér er að verða að lögum frumvarp um ættleiðingarstyrki. Þetta frumvarp er enn ein rós í hnappagat félagsmálaráðherra Framsóknarflokksins sem á undanförnum árum hafa unnið að fjölmörgum velferðarmálum eins og menn hafa tekið eftir hér í þessum þingsal. Það nægir í þeim efnum að nefna Fæðingarorlofssjóð og allar þær breytingar sem gerðar hafa verið á fæðingarorlofsmálum fyrr á kjörtímabilinu.

Ég vil nota tækifærið og óska hæstv. félagsmálaráðherra til hamingju með afgreiðslu þessa frumvarps, og landsmönnum öllum. Ég segi já.