133. löggjafarþing — 49. fundur,  9. des. 2006.

vörugjald, virðisaukaskattur og gjald af áfengi og tóbaki.

416. mál
[18:08]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf):

Frú forseti. Hér sannast hið fornkveðna: Dropinn holar steininn. Í sex ár hefur Samfylkingin beitt sér á Alþingi fyrir lækkun matarverðs en ríkisstjórnin daufheyrst þar til nú á kosningavetri. Lækkun matarverðs er gífurleg kjarabót fyrir alla, ekki síst þá sem minnstu hafa úr að spila. Ég minni á það sem ítrekað hefur komið fram í umræðunni um fjárlögin, að í stað þess að verðbólgan verði 4,5% á komandi ári verður hún 3% vegna þeirrar lækkunar sem hér er um að ræða.

Samfylkingin mun að sjálfsögðu styðja þetta mál og tillögur sínar. Auk þess mun Samfylkingin fylgja málinu eftir og stuðla að frekari lækkunum á matarverði þegar hún kemst í ríkisstjórn, sem verður í vor.