133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:10]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka ágætt svar. En eftir sem áður er ég efins og sérstaklega í ljósi þeirra álita sem hafa komið frá þeim mörgu hagsmunasamtökum starfsmanna sem hafa borist menntamálanefnd. En ég tel rétt að spyrja jafnframt um nýráðna starfsmenn. Hvað með réttindi og kjör nýráðinna starfsmanna, þ.e. þeirra sem eru ráðnir eftir að þetta lagafrumvarp verður samþykkt, þ.e. ef það verður samþykkt?