133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:17]
Hlusta

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Forseti. Það er greinilega töluvert dregið af hv. formanni menntamálanefndar. Ég veigra mér jafnvel við að spyrja hann erfiðra spurninga.

Einu atriði hefur hv. þingmaður alltaf vikist undan að ræða, líka innan nefndarinnar þegar ég sat þar, þ.e. samkeppnishliðina. Ég óttast að þetta frumvarp brjóti í bága við Evrópureglur á sviði samkeppnisréttar og muni leiða til þess að Ríkisútvarpið þurfi að sæta fébótaábyrgð í framtíðinni og að lokum verði verulega þrengt að möguleikum þess til að afla sér auglýsingatekna. Mig langar til að spyrja hv. þingmann hvort hann sé sammála fyrrverandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins sem sagði í gær í Fréttablaðinu, með leyfi forseta:

„Kröfum samkeppnislaga og skuldbindinga gagnvart Evrópska efnahagssvæðinu hefur því ekki verið svarað með fullnægjandi hætti.“ — Er hann sammála því? Af hverju telur hv. þingmaður að þetta sé undanþegið samkeppnisreglum Evrópuréttarins?