133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:18]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég verð að byrja á að gera athugasemd við að ég hafi vikið mér undan því að ræða samkeppnisþátt þessa máls. Við höfum lagt okkur fram við að kalla til fulltrúa frá Samkeppniseftirliti og sérfræðinga á sviði Evrópuréttar til að fjalla um evrópskan samkeppnisrétt. Ég bið hv. þingmann, sem hefur ekki setið alla nefndarfundi, né að hann viti upp á hár hvað fór þar fram og reynt var að gera í málsmeðferðinni, að hafa rétt eftir en slá ekki fram fullyrðingum sem standast ekki skoðun.

Hann spyr hvort ég sé sammála sjónarmiðum fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins sem fram koma í leiðara Fréttablaðsins. Nei, ég er það ekki. Ég tel að við séum á þurru landi hvað varðar samkeppnisreglur Evrópusambandsins og tel að við höfum fengið staðfestingar frá ESA um að svo sé. Enn fremur tel ég að við séum líka á þurru landi hvað varðar reglur (Forseti hringir.) íslensks samkeppnisréttar, sem ég get skýrt út í seinna andsvari.