133. löggjafarþing — 51. fundur,  15. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[22:33]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Í tilefni af ummælum hv. þingmanns og fleiri þingmanna við umræðuna vill forseti taka fram að óvenju langar og viðamiklar umræður geta kallað á það að þingið starfi með óvenjulegum hætti. Hygg ég að forseti þingsins, Sólveig Pétursdóttir, hafi gert þingflokksformönnum grein fyrir áformum sínum um það. Forseti vill jafnframt taka fram að hann hefur hlýtt á sjónarmið hv. þingmanna sem fram hafa komið við þessa umræðu og getur sagt á þessu stigi að ekki sé ætlunin að svipta hv. þingmenn nætursvefni með öllu þó að ætlunin sé engu að síður að halda umræðunni áfram um sinn.