133. löggjafarþing — 52. fundur,  16. jan. 2007.

þinghaldið næstu daga.

[11:22]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill vegna þessara orða hv. þingmanns taka skýrt fram að forseti hefur haft eðlilegt samráð við þingflokksformenn og átti síðast fund með þeim í gær (Gripið fram í.) en minnir á það samkomulag sem var gert hér fyrir jól um að þegar Alþingi kæmi aftur saman yrði því flýtt um einn dag, það yrði byrjað á 3. umr. um RÚV og það yrði eina þingmálið sem yrði til umræðu. Það er alveg ljóst að hv. þingmönnum liggur mikið á hjarta í þessari umræðu og þurfa greinilega sinn tíma til að ræða þetta þingmál.