133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

beiðni um utandagskrárumræðu o.fl.

[10:58]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill í tilefni af þessum orðum hv. þingmanns ítreka það sem áður hefur komið fram að ekki stendur annað til en að orðið verði við beiðni um utandagskrárumræðu um Byrgið. (Gripið fram í: Hvenær?) Hins vegar liggur sú tímasetning ekki fyrir og (Gripið fram í.) það verður ekki fyrr en fundur hefur verið haldinn um málið í fjárlaganefnd þar sem farið verður yfir það með Ríkisendurskoðun.