133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:45]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Mig langar, af því hv. þm. Ögmundur Jónasson hefur staðið lengi í stéttar- og kjarabaráttu og þekkir lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna afskaplega vel, að spyrja hann einnar spurningar vegna þess að einn flokkur á þingi, Samfylkingin, hefur lagt til að Ríkisútvarpinu verði breytt í sjálfseignarstofnun. Ef við gæfum okkur að þessu frumvarpi yrði breytt í þann veg að í stað þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi, að það yrði gert að sjálfseignarstofnun í eigu ríkisins, mundu þá lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna gilda um starfsmenn þeirrar stofnunar?

Þetta er einföld spurning sem ég treysti hv. þm. Ögmundi Jónassyni, formanni BSRB, til að svara.