133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:56]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er að gerast, bæði hér á landi og reyndar víða um heiminn, sérstaklega í Evrópusambandinu, að dómstólar hafa fengið aukið vægi, nánast pólitískt vægi. Settar eru ákveðnar reglur og menn slást um þær á vettvangi stjórnmálanna. Síðan koma samkeppnisaðilar eða hagsmunaaðilar til sögunnar og vilja láta reyna á þessar reglur og þessi lög. Það er gert frammi fyrir dómstólum. Í sífellt ríkari mæli taka þeir að sér stefnumótandi hlutverk.

Menn horfa mjög til þeirrar lagasetninga sem menn setja í Evrópu á vettvangi Evrópusambandsins og að sjálfsögðu hér innan lands einnig, vitandi að síðan verður látið reyna á það í þingsal, á pólitískum vettvangi og ekki síður frammi fyrir dómstólum hvernig túlka beri þessar reglur. (Forseti hringir.)

Dómstólarnir hafa því afgerandi áhrif á framvinduna.