133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

ummæli forseta í hádegisfréttum.

[14:08]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Vegna fyrirspurnar þingmannsins kannast sú er hér stendur ekki við að því hafi nokkurn tíma verið beitt að forseti hafi takmarkað umræður þó að það sé auðvitað öllum kunnugt sem hafa verið hér um tíma að þingmenn hafa komið sér saman um að umræður standi einhvern tiltekinn tíma.

Forseti áréttar jafnframt að forseti þekkir ekki til þess að nokkur umræða hafi farið fram um að beita einhverri takmörkun á ræðutíma í þessari umræðu. Forseti undirstrikar það.