133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:59]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Það var rifjað upp að hér, að ég held í gær, að minnsta kosti í þessari umræðu, að 1. apríl næstkomandi, daginn sem 1. apríl-frumvarpið á að taka gildi, væru nákvæmlega tvö ár síðan störf hóf og störfum lauk tiltekinn fréttastjóri á fréttastofu útvarps, Ríkisútvarpsins. Mig minnir að í þeirri umræðu sem um það spratt þá hafi fulltrúar Framsóknarflokksins talið að allt hafi verið með felldu um ráðningu hans og valið á þeim manni umfram þá sem öðrum þóttu hæfari.

Mig langar að spyrja: Er þetta ekki örugglega svo? Og í öðru lagi spyr ég: Er það ekki alveg öruggt að hægt sé að halda áfram að ráða fréttastjóra með þessum hætti eftir að Ríkisútvarpið verður að Ríkisútvarpinu ohf.?