133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:01]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Þegar málflutningur manna er kominn á þetta plan er varla við hæfi að koma í andsvar. (Gripið fram í: Ræða þín var nú mestöll svona.) Það er ekki mikið eftir af rökum þegar menn fara upp í ræðustól Alþingis og spyrja með þessum hætti. Ég meinti allt sem ég sagði í þeirri ræðu sem ég hélt hér.

Ég skil mjög vel að hv. þingmanni hafi liðið mjög illa undir þeim lestri, þeim uppljóstrunum sem ég kom með varðandi þá stefnumörkun sem varaformaður hans flokks, einn valdamesti maður flokksins, hefur haldið á lofti.

Ég hlýt að spyrja hv. þingmann: Er hann sammála varaformanni sínum um að það eigi að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag ef ritstjórnarlegt sjálfstæði helst óskert og aðgangur kjörinna fulltrúa að upplýsingum í félaginu óbreyttur? Er hann sammála þessu?