133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:06]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég get sagt við hv. þingmann sem kom hér með fína og málefnalega spurningu í þessari umræðu: Já, ég er alveg viss um að þær reglur sem fram koma og sú stefnumörkun sem fram kemur í frumvarpinu um Ríkisútvarpið ohf. standist gagnvart íslenskum samkeppnisreglum og þeim reglum Evrópuréttarins sem fjalla um samkeppnismál og ríkisstyrk.

Ég tel að sú vinna sem við höfum farið í gegnum hér á síðustu þremur árum, samtöl okkar við æðstu menn á sviði samkeppnismála á Íslandi og samskipti íslenskra stjórnvalda við Eftirlitsstofnun EFTA leiði það í ljós að það er enginn vafi um það að ríkisútvarpsfrumvarpið eins og það er nú, það frumvarp sem við erum að ræða, standist þessar reglur.