133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:08]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Herra forseti. Jú, það er allt í lagi. Ef ég reynist ekki hafa rétt fyrir mér getur hv. þm. Mörður Árnason kallað mig til vitnis komi til einhverra málaferla. (MÁ: … Ríkisútvarpsins.) Ég er hins vegar að lýsa viðhorfi mínu.

Ég tel hafið yfir allan vafa að þetta frumvarp standist Evrópureglurnar og samkeppnisreglurnar. (Gripið fram í: Málaferli …) Ég get sagt það við hv. þm. Mörð Árnason að ef ég væri það ekki hefði ég ekki lagt það til í menntamálanefnd Alþingis að þetta mál yrði afgreitt þaðan út. Það var í þeirri vissu sem ég lagði það til að málið yrði tekið út úr nefndinni.