133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

málefni Byrgisins, þinghaldið fram undan o.fl.

[11:25]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Vegna þessara orða hv. þingmanns vill forseti taka það fram að hún lýsti þeirri skoðun sinni í gær að hún teldi eðlilegt að þingnefndir sem ætla að fjalla um málefni Byrgisins fengju ráðrúm til þess. Í gær boðaði forseti einnig þingflokksformenn á sinn fund. Sá fundur verður haldinn klukkan eitt í hádegisverðarhléi. Þá verður þetta mál að sjálfsögðu rætt.