133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[13:52]
Hlusta

Frsm. minni hluta menntmn. (Mörður Árnason) (Sf) (andsvar):

Forseti. Þetta var merkileg ræða. Þó bar hún ekki í sér neitt nýtt nema nokkur orð sem menntamálaráðherra hefur fundið upp og engu var svarað af því sem fram kom.

Mig langar að spyrja spurningar og fá svar við henni. Hún varðar þann hluta ræðu menntamálaráðherra sem fjallaði um hlutafélög og sjálfseignarstofnanir þar sem menntamálaráðherrann hafði fundið það út að hlutafélag væri æðst forma í heimi hér og eitthvert dýrlegasta form sem fundið hefur verið upp frá því Pýþagóras var upp á sitt besta.

Hvar er könnun menntamálaráðherra um æskileik sjálfseignarstofnunarformsins eða gallana á því fyrir Ríkisútvarpið sem starfað hefur hér í 77 ár sem ríkisstofnun?