133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:00]
Hlusta

menntamálaráðherra (Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir) (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er margt hægt að segja á mínútu og ég mælist til þess að menn noti sína mínútu vel.

Ég ber fyllsta traust til þeirra sem stjórna Ríkisútvarpinu og það er ekki rétt sem hefur komið fram í máli hv. þm. Valdimars L. Friðrikssonar að það sé verið að skerða rétt. Það er ekki verið að því, menn halda þeim réttindum sem þeir hafa áunnið sér, það er alveg skýrt. Ég tel það líka skipta miklu máli þegar verið er að færa yfir, breyta rekstrarformi, að þá gildi hið sama um starfsmenn þeirrar ríkisstofnunar sem er verið að umbreyta, sama á hvaða sviði það er. Það er reyndar þannig, og ég ítreka það aftur, að það er betri biðlaunaréttur í þessu frumvarpi en í öðrum málum. (Gripið fram í.) Rétt skal vera rétt. Það er ekki á neinn hátt verið að skerða neinn rétt og þeir sem halda öðru fram hafa þá einhvern annan tilgang en þann að skýra málið. (Gripið fram í.)