133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:26]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég fékk fá svör áðan. (Gripið fram í: Nú?) Ég vil gera það fyrir hv. þingmann að fara aftur í andsvar við hann svo að hann fái tækifæri til að tala máli sínu að fullu og öllu og geti nýtt þann tíma sem hann hefur.

Ég held að það sé alveg skýrt hverjir eru sölumenn RÚV (Gripið fram í.) í dag, þeir sem tala verst í átt til þess að RÚV verði ohf. og verði í eigu ríkisins og það er sú stjórnarandstaða sem talar nú.

Ég held að sá málflutningur sem hér hefur verið með síendurteknum ræðum með nánast engu nýju í verði ekki að gagni fyrir RÚV ohf. Við eigum að tala um þetta frumvarp og þá stofnun sem hér um ræðir með tilliti til þess að gera henni gagn en ekki tala hana út af borði hjá almenningi.