133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[21:56]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Tvímælalaust. Í þessu frumvarpi og í breytingum sem af því hljótast felst kjaraskerðing. Þegar hæstv. ráðherra segist ekki vilja betri kjör en annars staðar tíðkast, eins og hv. þingmaður orðaði þetta, má einnig umorða hugsunina, þ.e. að þeir eigi að búa við jafnslæm kjör hvað þessa yfirfærslu snertir og starfsmenn í öðrum hlutfélagavæddum stofnunum.