133. löggjafarþing — 55. fundur,  19. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:15]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Það hefur margsinnis verið staðfest í menntamálanefnd að ESA mun skoða lögin þegar þau hafa öðlast gildi hér á Alþingi. Það á að vera hv. þm. Merði Árnasyni fullljóst. Þetta hefur komið fram og það er hverjum heimilt að skjóta málinu þangað.

Það kann vel að vera að samkeppnisaðilarnir kæri þetta mál. Þá verður auðvitað að taka á því á þeim tíma. Það er hárrétt og ég staðfesti það. Hv. þingmaður á að vita að það kemur til þess að ESA skoði lagasetningar þegar þær eru orðnar að veruleika. Fyrr hefur ekki ESA gefið út fæðingarvottorð sitt á lagasetningunni.

Við þurfum bara að standa klár á því. Þeir sem vilja Ríkisútvarpinu vel reyna að vanda sig gagnvart framgangi málsins. (Forseti hringir.) Að tala hér um sölumenn, (Forseti hringir.) mér finnst það ekki tímabært.