133. löggjafarþing — 56. fundur,  22. jan. 2007.

niðurstaða stjórnarskrárnefndar um auðlindir.

[10:38]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Mér þykja þetta nokkur tíðindi og fagna þeim. Skilaboðin út úr nefndinni frá formanni hennar voru þau að nefndin ætlaði ekki að fara í einhvern bútasaum og þess vegna kæmi einungis þetta eina ákvæði fram í niðurstöðu nefndarinnar. Það hefðu orðið, og munu verða, mikil svik bæði við kjósendur Framsóknarflokksins og aðra kjósendur í þessu landi ef menn ætla að svíkja þá sátt sem þarna var gefið loforð um að mundi koma fram. Þess vegna mun ég og a.m.k. allir í Samfylkingunni, og ég veit ekki betur en að aðrir flokkar hafi viljað standa að þessu líka, styðja við bakið á því að niðurstaða stjórnarskrárnefndar verði þá að leggja til þetta ákvæði sem lofað var í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Og það hefði verið aum niðurstaða ef annað ætti að koma út úr þessari nefnd en þar er.

Menn skulu muna eftir því að stjórnarsáttmálinn gildir einungis um þetta kjörtímabil og loforðið (Forseti hringir.) um að þetta komi fram hlýtur því að þurfa að koma fram á þessu vori.