133. löggjafarþing — 57. fundur,  22. jan. 2007.

dómstólar og meðferð einkamála.

496. mál
[15:28]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að í þeirri tillögu sem getið er um og kemur fram í 5. tölulið 1. gr. frumvarpsins sé tekið mið af kjördæmaskipaninni og skiptingu í kjördæmi. Ef að hv. allsherjarnefnd telur að önnur skipan sé betri en þessi er það náttúrlega eitthvað sem ber að skoða í nefndinni. Af hálfu ráðuneytisins er þetta ekki meginmál í þessu sambandi. Hins vegar er sú meginskipan í frumvarpinu að taka mið af kjördæmum þar sem svæði eru samliggjandi.