133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

afgreiðsla frumvarps um RÚV.

[14:06]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S):

Frú forseti. Mig langar að koma upp undir þessum dagskrárlið og upplýsa forseta um að ég er með undir höndum skýrslu frá 28. nóvember 2006 um Ríkisútvarpið ohf. og þar kemur fram greinargerð matsnefndar um stofnefnahagsreikning.

Á bls. 11 segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Við mat eigna og skulda Ríkisútvarpsins lagði matsnefndin til grundvallar efnahagsreikning Ríkisútvarpsins þann 31/12 2005 og ársfundarreikning þann 30/6 2006 að teknu tilliti til breytinga sem rétt þótti að gera og gerð er grein fyrir hér að neðan.“

Búið er að fara yfir allt þetta af hálfu ríkisendurskoðanda. Þetta liggur í öllum möppum þeirra sem hafa mætt og setið (Forseti hringir.) á fundum hv. menntamálanefndar. Það eru miklu fleiri skýringar í þessu plaggi.

(Forseti (SP): Hv. þingmaður ræði um fundarstjórn forseta, ekki um efni frumvarpsins eða gögn.)