133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:40]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Hér stefnir í að fest verði í lög, með vilja ríkisstjórnarinnar, lög um Ríkisútvarpið ohf. Ferill ríkisstjórnarinnar í einkavæðingu, hlutafélagavæðingu o.s.frv. hefur verið á einn veg. Það hefur verið áfangi á leið að því að taka ákvarðanir um að selja viðkomandi fyrirtæki.

Man ekki einhver eftir fyrstu tillögunum um einkahlutafélagavæðingu Símans? Minnast menn þess? Ég sé að sumir þingmenn í salnum líta niður á borðið og segja ekki neitt.

Ég segi nei við þessu frumvarpi eins og þingmenn Frjálslynda flokksins.