133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:43]
Hlusta

Jón Kristjánsson (F):

Með þessari lagasetningu verður Ríkisútvarpið áfram í þjóðareign og fjárhagsstaða þess styrkt. Innlend dagskrárgerð verður styrkt. Með frumvarpinu mun Ríkisútvarpið lagast stjórnunarlega að fjölmiðlaumhverfinu í landinu. Þetta er allt í samræmi við ályktanir Framsóknarflokksins á flokksþingi árið 2005. Ég segi já.