133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[16:08]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aldrei amast ég við því að fá andsvar við ræðu minni og góða umræðu. En í andsvari þingmannsins fólst að mér var borið á brýn að ég vantreysti fólki eftir því hvar það byggi á landinu þannig að mér fannst að verið væri að gera mér upp skoðanir sem ég hef ekki.