133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[18:21]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er aldeilis að maður hefur hitt á veikan blett hjá hv. þingmönnum Sjálfstæðisflokksins í þessu máli. Þessi ræða verið ágæt á fundi hjá Sjálfstæðisflokknum vegna þess að ég held að hv. þingmaður ætti frekar að eiga orðastað við menntamálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sem ekki hefur sett nógu mikið fjármagn í t.d. Háskólann á Akureyri eða þá hæstv. samgönguráðherra Sjálfstæðisflokksins sem dregur lappirnar eins og við vitum í mörgum þörfum málefnum Norðausturkjördæmis, ég nefni bara flugvöllinn á Akureyri, flugvöllinn á Egilsstöðum og svo Vaðlaheiðargöng.