133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[18:22]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er náttúrlega ekki svaravert í raun og veru. Veikan blett, hvernig er það þegar orði er vikið að Vinstri grænum? Finnst þeim ekki ástæða til að svara fyrir sig? Hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir og Hlynur Hallsson hafa notað meginhluta ræðutíma síns til þess að fjalla um Sjálfstæðisflokkinn og eyða (KolH: Þetta er rangt hjá þingmanninum.) ræðutíma sínum í það að hnotabítast út í Sjálfstæðisflokkinn þegar við erum að fjalla um þetta ágæta mál … (Gripið fram í.) Ég heyri að þetta kemur við veikan blett þingmanna Vinstri grænna í salnum. (Gripið fram í.) Hvaða ástæðu hafa þeir til þess að vera að hnotabítast út í Sjálfstæðisflokkinn í þessu máli, í málinu Vatnajökulsþjóðgarður? Hver er ástæðan fyrir því? Það væri fróðlegt að heyra það, hæstv. forseti.