133. löggjafarþing — 58. fundur,  23. jan. 2007.

Vatnajökulsþjóðgarður.

395. mál
[18:23]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er auðvitað ekki rétt að halda því fram að þingmenn Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hafi eytt meginræðutíma sínum í þessu máli í að fjargviðrast um þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Ég held að þingmenn Sjálfstæðisflokksins séu alveg fullkomlega færir um það að sýna okkur fram á hve veikan málstað þeir hafi að verja í þessu máli … (ArnbS: Í hvaða máli, Vatnajökulsþjóðgarðinn?) Nei, Vatnajökulsþjóðgarðurinn, ég held að ég og hv. þm. Halldór Blöndal og vonandi hv. þm. Arnbjörg Sveinsdóttir séum mjög sammála um þetta frumvarp til laga um Vatnajökulsþjóðgarð. Þess vegna undrar það mig að menn skuli stökkva upp á nef sér og bregðast svona einkennilega við.