133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

Suðurlandsvegur.

489. mál
[10:57]
Hlusta

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það var ansi djúpt á upplýsingum í svari hæstv. samgönguráðherra sem hann gaf áðan við fyrirspurn hv. þm. Björgvins G. Sigurðssonar. Mér heyrðist satt að segja ekkert svar felast í ræðu hæstv. ráðherra.

Það er hárrétt sem hv. þm. Jóhann Ársælsson sagði að ástæða þess að verið er að spyrja er sú að samgönguáætlun er ekki komin fram og að ráðherrann hefur verið með yfirlýsingar sem gefa ákveðna hluti í skyn.

Þetta er auðvitað mjög stórt mál en það eru líka mjög mörg stór mál sem bíða okkar í vegaframkvæmdum í landinu. Eitt er víst að þegar Samfylkingin tekur við eftir næstu kosningar mun hún sjá til þess að mun meiri fjámunum verði veitt til framkvæmda en gert hefur verið og taka fyrir þau svæði þar sem virkilega (Forseti hringir.) er þörf á að gera brýnt átak í vegamálum.