133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

slys og óhöpp á Vestfjörðum.

353. mál
[11:30]
Hlusta

Jóhann Ársælsson (Sf):

Hæstv. forseti. Það sem hæstv. ráðherra sagði í sínu svari slær mig þannig að á þessum stuttu vegum sem þarna var um spurt séu gríðarlega mörg slys og hörmuleg. Það er auðvitað ástæða til þess að hafa þetta mikið í huga þegar menn taka ákvarðanir um það að hverju þeir beina fjármagni í vegamálum. Viðhald vega og endurbætur á þeim með tilliti til þess hversu hættulegir þeir eru er auðvitað viðfangsefnið núna. Ég held að hæstv. ráðherra hafi áttað sig vel á því. Hann hefur margsagt að hann vilji beina kröftunum að þessu. En þarna eru líka framtíðaráform sem þarf að gera þannig að menn viti að hverju þeir stefna þarna, hvar verði gerð jarðgöng og hvar verði gerðar aðrar endurbætur.