133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

geðheilbrigðisþjónusta við aldraða.

505. mál
[12:30]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Helga Þorbergsdóttir) (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka sérstaklega hæstv. heilbrigðisráðherra afar góð svör og lýsi ánægju minni með innihald þeirra svara. Mér finnst afar mikilvægt að sú stefna hafi verið tekin að niðurstöður hópsins verði undirstaða í stefnumörkun í viðkomandi málaflokki.

Ég tek jafnframt undir þá áherslu sem hæstv. ráðherra lagði á mikilvægi ráðgjafarþjónustu úti um landið til þeirra stofnana sem sinna þjónustu við aldraða sem aðra á landsvísu. Þörfin fyrir sérhæfða ráðgjafarþjónustu er afar brýn. Ég sem sagt endurtek ánægju mína og þakkir með svörin.