133. löggjafarþing — 59. fundur,  24. jan. 2007.

fangelsi á Hólmsheiði.

319. mál
[14:27]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Fl):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Guðjóni Ólafi Jónssyni fyrir að vekja máls á þessu efni. Hæstv. dómsmálaráðherra sagði í lokin að það væri ekki einleikið hve langan tíma málið hafi tekið. Mig langar bara að því sé svarað skýrt hvort sú staða geti komið upp að menn hætti við nýja fangelsisbyggingu í Reykjavík og fari út í það að stækka og bæta aðstöðuna á Litla-Hrauni. Er möguleiki á að hætt verði við nýbyggingu í Reykjavík og aðaláherslan lögð á Litla-Hraun?

Menn hafa rætt sín í milli að það sé hluti af ástæðunni fyrir því að ekki sé lengra komið í þessu verki, að deilur séu á milli aðila um á hvorum staðnum þetta eigi að vera.