133. löggjafarþing — 61. fundur,  29. jan. 2007.

vatnsréttindi vegna Búrfellsvirkjunar.

415. mál
[17:10]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er enn einhver misskilningur á ferðinni vegna þess að það er enginn fyrirvari í samningum við Akureyrarbæ og Reykjavíkurborg um þetta atriði en meðan þessir aðilar voru sameigendur var þeim gefið fyrirheit um að leitað yrði heimildar Alþingis til þessa gjörnings sem hér er verið að fjalla um. Þessir aðilar eru ekki lengur sameigendur þannig að þeim er málið óskylt að þessu leyti núna. Hins vegar er það engu að síður þannig að talið er heppilegra út frá sjónarmiðum núverandi eiganda og ríkisins að koma þessu … (Gripið fram í.) ríkið er núverandi eigandi, (Gripið fram í.) að koma þessu máli á hreint gagnvart þeim lögaðila sem hér á í hlut sem er Landsvirkjun.